9
May

ASC Audit

ASC AUDIT 13.5 – 15.5 2019
During the period 13 – 15th of May 2019, an annual external third-party audit will be carried out at our location in  Dýrafjörður at our sites Gemlufall and Eyrarhlíð

 

 

8
Jan

Arctic Sea Farm og Arnarlax fá ASC vottun

Laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa fengið ASC umhverfisvottun á framleiðslu sína. ASC (Aquaculture Stewardship Counsel er ein strangasta umhverfisvottun þegar kemur að fiskeldi og þekkt um allan heim. Allur lax sem framleiddur verður á Vestfjörðum árið 2019 verður vottaður en bæði Arnarlax og Arctic Sea Farm eru staðsett á Vestfjörðum.

„Við erum mjög ánægð með að vera komin með ASC umhverfisvottun. Þetta er undirstrikar markmið okkar um að stunda fiskeldi á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag“ Segir Kristian Mattiasson framkvæmdarstjóri Arnarlax.
ASC vottunarstaðallinn hefur verið þróaður meðal annars af World Wildlife Fund (WWF) og fiskeldisfyrirrækjum en til að fá vottun þurfa fyrirtækin meðal annars að lágmarka umhverfisáhrif, starfa í sátt við samfélag og umhverfi. ASC vottun er hliðstæð MSC staðlinum sem er þekktasti umhverfisstaðallinn fyrir sjávarafurðir nema þessi staðall er aðlagaður eldisafurðum. ASC samtökin sem að baki staðlinum starfa eru ekki rekin í hagnaðarskini (non-profit) og óháð samtök.
„ASC vottunin hefur mikla þýðingu fyrir okkur þar sem okkar viðskiptavinir horfa töluvert til umhverfisáhrifa og gera kröfur í þeim efnum. Við teljum að þessi áhersla á umhverfismál skili okkur ákveðnu samkeppnisforskoti til lengri tíma“ segir Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm.

Fyrirtæki sem standast ASC vottun skuldbinda sig að lágmarka áhrif á umhverfið á ýmsa vegu. Taka þarf tillit til villta laxfiskastofna, fugla, sjávarspendýra og annara lífvera sem búa í námunda við eldissvæðin svo eitthvað sé nefnt.
Það var Svissneska vottunarfyrirtækið Bio Inspecta sem sá um ASC úttekt Arnarlax. „Það er ánægjulegt að búið sé að taka út eldissvæði Arnarlax við Haganes og Steinanes og að fiskur af þessum eldissvæðum sé vottaður. Núna getur Arnarlax boðið viðskiptavinum upp á lax sem er alin á sjálfbæran og skynsamlegan hátt“ segir Roger Benz, gæðastjóri Bio Inspecta

Hvað felst í ASC vottuðu fiskeldi? ASC vottun er ein strangasta umhverfisvottunin þegar kemur að fiskeldi í heiminum. Að staðlinum komu margir hagsmunaaðilar. Fiskeldisfyrirtæki, söluaðilar, matvælaframleiðendur, vísindamenn, opinberar stofnanir en staðalinn byggir á hugmyndafræði frá World Wildlife Fund. http://wwf.panda.org/our_work/markets/mti_solutions/certification/seafood/aquaculture/
Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif vegna fiskeldis og að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og íbúa. Til að fá ASC vottun þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar körfur er lúta að umhverfi, vinnulöggjöf og samfélagi.
Líffræðilegur fjölbreytileiki ASC-vottuð eldisfyrirtæki skuldbinda sig til að draga úr áhrifum á staðbundin vistkerfi á ýmsa vegu, svo sem með þróun og framkvæmd áhættumats til að vernda fugla, sjávarspendýr og viðkvæm búsvæði. Áhersla er lögð á að vernda vistfræði hafsins og að lágmarka líkur á að fiskur sleppi. Halda þarf nákvæma skráningu yfir atvik er varðar dýralíf og þær upplýsingar þarf að birta opinberlega.
Fóður Fyrirtækin þurfa að uppfylla strangar kröfur þegar kemur að fóðri. Lágmarka skal notkun á fiski úr villtum stofnum og þeir komi úr sjálfbærum stofnum ásamt fullum rekjanleika hráefnis.
Mengun Eldisfyrirtæki með ASC-vottun stunda viðamikla umhverfisvöktun sem felst í að mæla næringarefni, súrefni og ástand sjávarbotns undir eldiskvíum. Eldissvæði þurfa að vera hentug frá náttúrunnar hendi og fylgja þarf viðmiðum um fjölbreytileika dýrategunda.
Sjúkdómar ASC-vottuð eldisfyrirtæki þurfa að lágmarka líkur að að sjúkdómar komi upp og berist frá eldissvæðum. Gerð er krafa um samvinnu við önnur eldisfyrirtæki á svæðinu og dýralækna. Fylgjast þarf vel með sníkjudýrum og lágmarka líkur á að þau eða meðhöndlun gegn þeim valdi fiski eða öðru lífríki skaða.
Samfélagið Gerðar eru miklar kröfur um samfélagsábyrgð sem meðal annars eru byggðar á meginreglum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) Horft er til vinnuumhverfis, öryggi starfsmanna og sanngjörn laun svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á samvinnu, samstarfs og samtal við íbúa, önnur fyrirtæki og samfélagið í heild sinni.

Frekari upplýsingar um ASC Aquaculture Stewardship Certification (ASC) – https://www.asc-aqua.org/
World Wide Fund for Nature, WWF and ASC: https://www.worldwildlife.org/press-releases/wwf-tohelp-fund-creation-of-aquaculture-stewardship-council

Nánari upplýsingar veita :
Kristian Matthiasson, Framkvæmdastjóri Arnarlax, sími: 8523110 póstfang: kristian@arnalax.is
Stein Ove Tveiten, Framkvæmdastjóri Arctic Fish, sími 8439900 póstfang: sot@afish.is

14
Dec

Arctic Fish Kynning

PDF útgáfa af kynningunni sem var haldin á íbúafundum fimmtudaginn 13. desember

12
Dec

Íbúafundir á fimmtudaginn 13. desember

Fimmtudaginn 13. desember 2018 verða haldnir tveir umræðufundir fyrir íbúa á Vestfjörðum :
Í Blábankanum Þingeyri kl. 17:00
Í Edinborgarhúsinu Ísafirði kl. 20:00
Forsvarsmenn Arctic Fish fara yfir stöðu og næstu skref fyrirtækisins og svara síðan spurningum
Allir velkomnir

22
Oct

Arctic Fish Leitar að verkefnisstjóra viðskiptaþróunar

Verkefnastjóri viðskiptaþróunar Fyrir Arctic Fish

Arctic Fish leitar að öflugum aðila í starf verkefnastjóra. Um nýtt og áhugavert starf er að ræða og mun viðkomandi koma að áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Arctic Fish er með starfsemi á Vestfjörðum og aðsetur starfsmannsins verður á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði en starfið kallar einnig á talsverð ferðalög á starfsstöðvar félagsins. Viðkomandi mun eiga töluverð samskipti við opinbera aðila er varða leyfismál og fleira sem og koma að fræðslu- og kynningarstarfi. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra viöskiptaþróunar.
Arctic Fish og dótturfélög þess eru með laxeldisstarfsemi í Patreksfirði, Tálknafirði, Dýrafirði, Önundarfirði og á Ísafirði. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2011 og hefur vaxið jafnt og þétt en í dag starfa rúmlega 40 manns við uppbyggingu, seiðaeldi, sjóeldi og stjórnun. Ný seiðaeldisstöð félagsins er útbúin fullkomnustu tækni sem völ er á og verið er að byggja upp sjóeldisstarfsemi félagsins sem og aðra þætti starfseminnar. Arctic Fish starfar eftir hinum virta alþjóðlega umhverfisstabli ASC.

Starfssvið:
• Umsóknir og eftirfylgni vegna leyfismála
• Samskipti við hagsmunaaðila og opinbera aðila
• Stefnumótun og framtíðarsýn
• Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu á sviði fiskeldis
• Kynningar- og fjölmiðlatengsl fyrir starfsemi félagsins
• Önnur verkefni í samráði við stjórnendur Arctic Fish

Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði lögfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af samskiptum við opinbera aðila
• Leiðtoga- og stjórnunarhæfni
• Stefnumiðuð hugsun og drifkraftur
• Mjög góð samskiptahæfni
• Mjög gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku
• Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á fjölmiðlun
• Reynsla úr fiskeldi kostur
• Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að kynna sér fagið, öra framþróun þess og miðla af þeirri þekkingu í sínu starfi

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið í gegnum FAST ráðningar – hægt er að fara inn í ferlið í gegnum eftirfarandi hlekk : https://fastradningar.rada.is/is/mysite/login?v=verkefnastjori-vidskiptathrounar-arctic-fish

25
Apr

Introduction meeting in Norður-Botn Tálknafjörður

Arctic Fish have announced that an introduction meeting will take place in the Hatchery located in Norður-Botn Tálknafjörður. The meeting will be on the 3rd. of May at 4 PM.

Emphasis will be on introducing the company’s original reports for salmon farming in Arnarfjordur and the expansion of farming projects in Dýrafjörður, there will also be a general introduction and discussion of the company’s current activities and plans for aquaculture in the Westfjords.

 

Arctic Fish Logo

 

20
Mar

New Hatchery worth 3 billion ISK

The Hatchery located in Tálknafjörður got mentioned on the news yesterday, for its unique water circulation system and more interesting facts about the Hatchery were mentioned.

Read about the Hatchery and watch the video here :  http://www.ruv.is/frett/thriggja-milljarda-krona-seidaeldisstod

14
Mar

Norway Royal Salmon buys 50 per cent stake in Arctic Fish

Norway Royal salmon has entered into an agreement to acquire 50.00 per cent of Arctic Fish ehf through a directed private placement in amount of eur 29 million, , thus forming a joint venture with the existing owners

Read more here : https://www.reuters.com/article/idUSFWN1B40JK and : https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/08/31/nordmenn_kaupa_50_prosent_i_arctic_fish/

 

14
Mar

Johan Hansen hired as Hatchery Manager

Arctic Fish are pleased to announce that the Faroe Island resident Johan Hansen has been hired as a manager of the Hatchery in Tálknafjörður. Johan has various hatchery experience and has been involved with such matters for 35 years.

Read more here : https://kvotinn.is/nyr-lidsmadur-til-arctic-fish/

 

14
Mar

Arctic Fish is the first to gain ASC Certification in Iceland

Arctic Fish has become the very first aquaculture producer to achieve Aquaculture Stewardship Council (ASC) Certification in Iceland.

Arctic Fish is the first to gain ASC Certification in Iceland