Arctic Fish ræður Daníel Jakobsson til starfa

December 21, 2020

Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson til starfa hjá fyrirtækinu sem ráðgjafa í sérverkefnum. Hann mun hefja störf um miðjan janúar.  Daníel er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu og fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.

Arctic Fish er í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á næstu 5 árum.  Félagið er í skráningarferli á norska hlutabréfamarkaðnum og er auk þess í fjárfestakynningum gagnvart innlendum fagfjársetum.   Hjá félaginu starfa í dag tæplega 70 manns og sala félagsins á árinu verður um 7.500 tonn.  Félagið starfar á öllum Vestfjörðum, seiðaeldi félagsins er á Tálknafirði og félagið er með laxeldisleyfi í Patreksfirði, Tálknafirði og Dýrafirði.  Þá er fyrirtækið einnig með leyfi fyrir silungseldi í Ísafjarðdjúpi. Skrifstofa félagsins er á Ísafirði.

Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri

Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóri

Related Posts

Arctic Fish leitar að rafvirkja

Arctic Fish leitar að rafvirkja

Íslenska Við leitum að hæfileikaríkum einstaklingi sem er tilbúinn að vera þátttakandi í framtíðar þróun starfsemi Arctic Fish á...

Skattaspor Arctic Fish

Skattaspor Arctic Fish

Skattaspor Arctic Fish samstæðunnar árið 2019 nam 271 milljón króna og er það nærri tvöföldum frá árinu 2018 þegar skattasporið nam 143...

ASC úttekt dagana 22-26 Júní nk.

ASC úttekt dagana 22-26 Júní nk.

Arctic Sea Farm mun fara í ASC úttekt dagana 22-26 Júní nk, á öllum staðsetningum fyrirtækisins: Eyrarhlíð, Gemlufall, Haukadalsbót,...