Helgi Snær ráðinn forstöðumaður fóðurmiðstöðvar

March 30, 2021

Helgi Snær Ragnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fóðurmiðstöðvar Arctic Fish á Vestfjörðum. Fóðurmiðstöðin er ný eining hjá félaginu en frá stjórnstöðinni sem staðsett er á Þingeyri verður allri fóðrun félagsins á Vestfjörðum stýrt.

Helgi Snær hefur verið hjá Arctic Fish í rúm 4 ár og starfað í sjóeldisdeild félagsins í Dýrafirði. Helgi er kvæntur Láru Ósk Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn, Andreu Líf, Katrínu Júlíu og Aron Auðunn.

Nú tekur við uppbyggingarstarf í þessari nýju deild en gert er ráð fyrir að á næstu dögum verði gengið frá ráðningu fleiri starfsmanna til viðbótar í deildina sem verða staðsettir á Þingeyri. Fyrir eru starfsmenn í fóðurstöðinni í Tálknafirði sem heyrir einnig undir stjórnstöðina. Helgi heyrir beint undir forstjóra félagsins, Stein Ove Tveiten.

 

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...