Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í heimsókn

August 26, 2021

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leit við hjá okkur í Dýrafirði í dag. Siglt var út í eldisstöðina í Haukadal þar sem að þau fengu kynningu á starfseminni. Með henni í för var Teitur B. Einarsson varaþingmaður. Mikið er um að vera í Dýrafirði þessa daganna. Fiskurinn vex hratt og honum líður vel. Það var því gaman að sýna þeim hvað fiskeldi raunverulega gengur út á.

Með þeim á myndinni eru Helgi Snær Ragnarsson, forstöðumaður fóðurmiðstöðvar og Steinunn Guðný Einarsdóttir, gæðastjóri.

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...