Atvik í landeldisstöð

May 30, 2024

Fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn átti sér stað bilun í búnaði í seiðaeldisstöð okkar í Norður-Botni í Tálknafirði sem olli því að vatn flæddi upp úr einu keri. Það varð þess valdandi að fiskur fór á gólf stöðvarinnar og runnu nokkrir þeirra í gegnum niðurfall stöðvarinnar. Dauður fiskur sást í kringum útrásarlögn stöðvarinnar. Fiskurinn sem slapp út var um 40 grömm að þyngd og var ekki aðlagaður að saltvatni sem gerir það að verkum að lífslíkur fisksins eru engar. Enginn fiskur veiddist í net sem sett voru við útrás stöðvarinnar. Við höfum enga ástæðu til að ætla að þetta atvik ógni villtum laxastofnum.

Við erum nú að rannsaka orsök bilunarinnar í samvinnu við yfirvöld og höfum þegar gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona atvik eigi sér stað í framtíðinni. Við erum staðráðin í að viðhalda hæstu stöðlum í rekstraröryggi og umhverfisábyrgð.

English

On Thursday, May 23rd, there was an equipment malfunction at our hatchery in Norður-Botn in Tálknafjörður, causing water to overflow from one of the tanks. This resulted in fish spilling onto the station floor, with some flowing into the outlet drain. A few dead fish were spotted around the outlet pipe. The fish weighed around 40 grams and were not adapted to saltwater, giving them no chance of survival. No fish were captured by nets deployed at the outlet pipe. We have no reason to believe that this incident poses any threat to the wild salmon populations.

We are currently investigating in collaboration with the authorities the cause of the malfunction and have already taken steps to prevent such incidents in the future. We are committed to maintaining the highest standards of operational safety and environmental responsibility.

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...