Aukin afföll í Dýrafirði

January 27, 2022

Á síðustu dögum hefur orðið vart við aukin afföll á laxeldissvæðum  í Dýrafirði. Á þessum árstíma þegar að sjórinn er kaldur og vetrarverður gera vart við sig eykur það álag á laxinn.

Eftir óvenju gott sumar og haust með miklum vexti og litlum afföllum hafa afföll aukist og gætu þessar vikurnar farið í um 3% af lífmassa.

Umræddur fiskur er kominn í sláturstærð svo að slátrun frá Dýrafirði hefur verið flýtt til að koma í veg fyrir frekari afföll. Þaðan hefur verið slátrað um 1.200 tonnum það sem af er ári.

 

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...