Baldur Smári Einarsson, nýr fjármálastjóri

November 28, 2023

Baldur Smári Einarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri (CFO) hjá Arctic Fish frá og með 1. janúar næst komandi. Baldur Smári hefur starfað hjá Arctic Fish síðan 2019 sem sérfræðingur í fjármáladeild. Baldur Smári er með Cand. Oecon gráðu í Viðskiptafræði af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu úr fjármálum og endurskoðun.
„Það er okkur mikil ánægja að Baldur Smári hafi viljað taka við sem fjármálastjóri félagsins. Hann hefur unnið hjá félaginu um árabil og þekkir því félagið vel og er með þá reynslu og þekkingu sem við leituðum að,“ segir Stein Ove Tveiten forstjóri Arctic Fish.
„Ég er þakklátur fyrir það traust sem yfirstjórn félagsins sýnir mér með því að fá að taka við þessu mikilvæga starfi. Arctic Fish hefur alla burði til að vaxa og dafna áfram og það er spennandi vegferð framundan. Ég er fæddur og uppalinn á Vestfjörðum og hef séð hvað fiskeldið hefur breytt miklu fyrir byggðirnar hér,“ segir Baldur Smári Einarsson
Baldur Smári tekur við af Shirani Þórissyni sem sagði upp störfum í ágúst s.l.

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...