Elísabet Samúelsdóttir ráðin mannauðsstjóri

May 20, 2021

Elísabet Samúelsdóttir ráðin mannauðsstjóri

Elísabet Samúelsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri hjá Arctic Fish hf. Fimmtán umsækjendur voru um stöðuna. Um er að ræða nýtt starf hjá fyrirtækinu sem er ört vaxandi en nú starfa þar yfir 60 starfsmenn á fimm starfsstöðvum.

Hún er með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og B.sc. gráðu í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands. Frá árinu 2006 hefur hún starfað hjá Landsbankanum á Ísafirði nú síðast sem staðgengill útibússtjóra.

Elísabet er gift Atla Frey Rúnarssyni, íþróttakennara og þau eiga fjórar dætur. Hún hefur störf um mitt sumar.

 

Related Posts

Forsætisráðherra í heimsókn

Forsætisráðherra í heimsókn

Forshætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir átti leið til Ísafjarðar og leit við hjá okkur á nýju skrifstofunum í Sindragötu 10. Þar fékk hún...

Við erum flutt

Við erum flutt

Skrifstofur Arctic Fish hafa verið fluttar úr Aðalstræti í Sindragötu 10, sem áður hýsti framleiðslu og skrifstofur Póls. Félagið tók við...