Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í heimsókn

August 26, 2021

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leit við hjá okkur í Dýrafirði í dag. Siglt var út í eldisstöðina í Haukadal þar sem að þau fengu kynningu á starfseminni. Með henni í för var Teitur B. Einarsson varaþingmaður. Mikið er um að vera í Dýrafirði þessa daganna. Fiskurinn vex hratt og honum líður vel. Það var því gaman að sýna þeim hvað fiskeldi raunverulega gengur út á.

Með þeim á myndinni eru Helgi Snær Ragnarsson, forstöðumaður fóðurmiðstöðvar og Steinunn Guðný Einarsdóttir, gæðastjóri.

Related Posts

Meðhöndlun gegn Fiski- og Laxalús

Meðhöndlun gegn Fiski- og Laxalús

Laxalús(Lepeoptheirus salmonis) og í minna mæli fiskilús(Caligus elongatus) eru með stærstu áskorunum í nútíma laxeldi. Almennt séð er...