Kærumálum vísað frá

March 1, 2021

Tveimur kærumálum á hendur Arctic Sea Farm hf hefur verið vísað frá dómi á undanförnum dögum. Í báðum tilvikum var um að ræða kærur sem miðuðu að því að fella úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækisins fyrir sjókvíaeldi á Vestfjörðum.

Annars vegar er um að ræða kæru vegna ákvörðunar Matvælastofnunar frá 4. september 2020 um veitingu rekstrarleyfis fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaelda á regnbogasilingu með 5.300 tonn hámarkslífmassa við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Þar höfðu náttúruverndarsamtök og veiðiréttarhafar lagt fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og kröfðust þessa að ákvörðun Matvælastofnunar yrði felld úr gildi.  Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var á það að kröfum flestra kærenda var vísað frá nefndinni. Afstaða var þó tekin gagnvart kröfu eiganda hluta veiðiréttar í þremur ám í innanverðu Ísafjarðardjúpi, og var niðurstaða nefndarinnar að hafna kröfunni. Því stendur ákvörðun Matvælastofnunar um veitingu rekstrarleyfis fyrir 5.300 tonna eldi á regnbogasilungi við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi.

Hins vegar var um að ræða kæru um að fellt yrði úr gildi rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf fyrir 7.800 tonna kynslóðaskiptu sjókvíaelda í Patreksfirði og Tálknafirði. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð sinn í því máli í dag og var niðurstaða dómsins að vísa málinu frá dómi. Ljóst þótti að málsókn stefnenda var ekki reist á því að þeir hefðu lögvarða hagsmuni með þeim hætti að brotinn hafi verið á þeim réttur. Í úrskurði héraðsdóms er einnig tekið fram að ljóst væri að samkvæmt málatilbúnaði stefnenda væri tilgangur þeirra að koma í veg fyrir þá starfsemi sem um ræðir en ekki að verja rétt sinn. Því heldur rekstrarleyfi Arctic Sea Farm fyrir 7.800 tonna sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði áfram gildi sínu.

Related Posts

Arctic Fish boðar til íbúafundar

Arctic Fish boðar til íbúafundar

Á fundinum mun Arctic Fish kynna starfsemi og nýframkvæmdir fyrirtækisins á Vestfjörðum. 17. Apríl: Félagsheimilið Bolungarvík kl 20:00...

Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2022

Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2022

Q3 2022: MEGINÁHERSLA LÖGÐ Á FJÁRFESTINGAR Í ÁRSFJÓRÐUNGNUM Fyrirtækið hélt áfram að fjárfesta mikið í stækkun seiðaeldisstöðvarinnar og í...