Nýr Fossnafjord í þjónustu Arctic Fish

June 15, 2022

Arctic Sea Farm endurnýjar samning sinn við Abyss.

S.l. þrjú ar hefur Arctic Fish í samstarfi við Arnarlax verið með samning við Abyss um leigu á þjónustubátnum Fosnakongen sem hefur reynst félaginu afar vel.
Nú í haust rennur umræddur samningur út og eftir að hafa fengið tilboð frá nokkrum aðilum var niðurstaðan sú að semja áfram við Abyss til þriggja ára til viðbótar í samstarfi með Arnarlax.
“Við höfum getað stólað á vini okkar á Fosnakongen þegar við höfum þurft og þeir hafa skilað afar góðu verki fyrir okkur, oft við erfiðar aðstæður. Með áframhaldandi samstarfi við Abyss höldum áfram að vinna með áhöfninni á Fosnakongen sem við vitum að við getum treyst á. Áhöfnin fær nýjan bát í verkið í október sem er enn öflugri sem heitir Fosnafjord. Fosnafjord er örlítið stærri en Fosnakongen en aðal breytingin er sú að hann er með hybridlausn sem minnkar kolefnisspor félagsins.” segir Egill Ólafsson, rekstrarstjóri sjódeildar Arctic Fish. 
Á meðfylgjandi mynd er Fosnafjord frá sjósetningu 15. júní 2022 í Noregi.

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...