Ragna Helgadóttir ráðin sem verkefnastjóri byggingarframkvæmda

June 16, 2021

Ragna Helgadóttir hefur verið ráðin úr hópi 11 umsækjenda í nýtt starf hjá Arctic Fish sem verkefnastjóri byggingarframkvæmda. Megin verkefni hennar, fyrst um sinn, verður verkefnastjórn yfir stækkun seiðaeldisstöðvar félagsins í Norðurbotni í Tálknafirði. Sú framkvæmd fer vonandi af stað í lok sumars en um er að ræða tvöföldun á kerjamagni stöðvarinnar og byggingu 6.000 fermetra húsnæðis.

Ragna er með master í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá DTU og BSc. í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá HÍ. Hún starfaði áður sem verkefnastjóri hjá HS Orku og þar áður hjá Munck Íslandi, LNS Saga og Ístak og er með fjölþætta reynslu af verkefnastjórnun þrátt fyrir ungan aldur.

Ragna er 28 ára sveitastelpa frá Kjarri í Ölfusi með brennandi áhuga á hrossa- og fjárrækt. Einnig stundar hún crossfit og lyftingar af kappi, er nýlegur áhugamaður um fjallahjólreiðar og stefnir á að læra á gönguskíði í náinni framtíð.

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...