Rifa á leggjum á 20 metra dýpi

February 1, 2020

UPPFÆRT

Eftirfarandi tilkynning hefur verið send á viðeigandi stofnanir sem og Ísafjarðarbæ:

Í framhaldi af tilkynningu sem send var á laugardaginn sl. um rifu sem fannst á 20 metra dýpi í kví við Eyrarhlíð á kvíasvæði Arctic Sea Farm í Dýrafirði og var rifan 99cm á lengd.

Eins og þar kom fram þá var ekkert sem benti til þess að slysaslepping hafi átt sér stað en í samráði við Fiskistofu settum við samkvæmt viðbragðsáætlun út net og ekkert hefur veiðst í þau og munu við því taka þau upp í dag.

Meðalþyngd laxa er nú um 2,4 kg en um 170 þús. laxar eru í kvínni. Við fóðrun var hegðun laxa eðlileg en þeir halda sig að jafnaði ofar en 20 m þar sem að fóður kemur ávallt að ofan. Ekkert bendir því til að laxar hafi sloppið úr kvínni þrátt fyrir að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð og net verði sett út samkvæmt henni.

Líkt og kom fram í fyrri tilkynningu okkar var rifan strax lagfærð og í framhaldi voru allar kvíar skoðaðar og eru í lagi.

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...