Skattaspor Arctic Fish

September 9, 2020

Skattaspor Arctic Fish samstæðunnar árið 2019 nam 271 milljón króna og er það nærri tvöföldum frá árinu 2018 þegar skattasporið nam 143 milljónum króna. Skattaspor félaganna samanstanda af bæði sköttum sem eru gjaldfærðir í rekstri þeirra og þeim sköttum sem félögin innheimta og standa skil á. Skattasporið vísar því til þeirra skatta og gjalda sem myndast vegna þeirrar verðmætasköpunar sem rekstur félaganna skilar. Skattaspori Arctic Fish og dótturfélaga skiptist þannig að gjaldfærðir skattar námu 136 milljónir króna en innheimtir skattar voru 135 milljónir króna.

Verðmætasköpun af rekstri samstæðu Arctic Fish ehf á árinu 2019 nam 2.281 milljónum króna en alls var ráðstafað til rekstrarins 4.766 milljónum króna sem ýmist var eignfært eða gjaldfært. Þessum fjárhæðum var ráðstafað til samfélagsins með margvíslegum hætti s.s. með launagreiðslum til starfsmanna, greiðslum á launatengdum gjöldum, kaupum á aðföngum frá birgjum, greiðslu opinberra gjalda og fleira. Er hér um að ræða umtalsverða aukningu frá fyrra ári en þá var 1.722 milljónum króna ráðstafað til rekstrarins.

Arctic Fish og dótturfélög greiddu virðisaukaskatt að fjárhæð 1.578 milljónir króna vegna kaupa á aðföngum og þjónustu sem myndaði rétt til endurgreiðslu. Útskattur sem lagður var á sölu innanlands nam 514 milljónum króna en ekki er lagður virðisaukaskattur á tekjur vegna útflutnings. Sá virðisaukaskattur sem er endurgreiðsluhæfur telst ekki til skattaspors félaganna.

Í meðfylgjandi töflur má sjá skiptingu skattaspors Arctic Fish samstæðunnar árin 2018 og 2019.

Skattaspor Arctic Fish 2018-2019
Fjárhæðir í milljónum króna
Skattaspor 2019 2018
Skattbyrði vegna starfsfólks 78,4 35,5
Leyfisgjöld 21,8 25,0
Hafnargjöld 16,1 3,8
Skattar á eignir 9,1 13,2
Aðrir skattar 10,5 1,6
Skattbyrði starfsfólks 135,1 63,6
Skattaspor Arctic Fish 271,0 142,7

 

Skoða skattaspor 2019 Skoða skattaspor 2018

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...