Tvö göt fundust á kví númer átta í Kvígindisdal

August 21, 2023

Við athugun starfsfólks Arctic Seafarm á kvíum félagsins í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag komu í ljós tvö göt á kví númer átta. Götin lágu lóðrétt sitthvoru megin við svokallaða styrktarlínu, hvort um sig 20×30 cm. Búið er að loka götunum og er verið að skoða allar kvíar á svæðinu. Götin hafa verið tilkynnt til Fiskistofu og Matvælastofnun eins og reglur kveða á um og viðbragðsáætlanir hafa verið virkjaðar. Þrjú slysasleppingarnet verða lögð í dag sem verða dregin á morgun með eftirlitsfólki frá Fiskistofu. Í kví númer átta eru 72.522 fiskar, meðalþyngd hvers þeirra er um 6 kg og vegur fjöldinn því samanlagt um 440. Byrjað var að vinna fisk úr kvínni og var síðast farið með fisk í vinnslu úr henni 8. ágúst.

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...