Laus störf

Lausar stöður

Stefna varðandi ráðningar

Arctic Fish mun ráða þann einstakling sem hentar best þeirri stöðu sem auglýst er. Ráðningarstefnan er í takt við þá stefnu okkar að vera atvinnurekandi sem gætir jafnræðis og allir verða meðhöndlaðir jafnt án fordóma eða hlutdrægni. Þetta þýðir að umsækjandi fær auglýst starf eða stöðuhækkun á grundvelli hæfni, reynslu og þekkingar

Störf í ráðningararferli

Lausar stöður

Umsóknarfrestur : 24.4.2021

Umsjónarmaður í viðhaldsdeild sjóeldis

Um starfið

Við hjá Arctic Fish ehf. erum að leita að starfsmanni í viðhaldsdeild. Viðkomandi mun heyra undir þjónustustjóra fyrirtækisins og getur starfstöðin verið á Ísafirði eða Þingeyri.

Helstu verkefni

 • Umsjón, aðstoð og samhæfing með viðhaldi báta, tækja og fóðurprömmum félagsins á Vestfjörðum.
 • Ábyrgð og utanumhald um lögbundnar skoðanir á búnaði félagsins.

Hæfni

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. T.d. vélavarsla, vélstjórn eða annað sambærilegt.
 • Reynsla og þekking úr rafvirkjun og viðhaldi tölvubúnaðar er kostur.
 • Góð tölvukunnátta
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og metnaður til að skila góðu starfi
 • Stundvísi, áreiðanleiki og áhugi á verkefninu

 

  Opnunartímar

  Mán-Fös
  08:00am – 16:00pm

   

  Helgar
  Lokað

  Sendu okkur línu

  Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar