Arctic Fish Leitar að verkefnisstjóra viðskiptaþróunar

október 22, 2018

Verkefnastjóri viðskiptaþróunar Fyrir Arctic Fish

Arctic Fish leitar að öflugum aðila í starf verkefnastjóra. Um nýtt og áhugavert starf er að ræða og mun viðkomandi koma að áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Arctic Fish er með starfsemi á Vestfjörðum og aðsetur starfsmannsins verður á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði en starfið kallar einnig á talsverð ferðalög á starfsstöðvar félagsins. Viðkomandi mun eiga töluverð samskipti við opinbera aðila er varða leyfismál og fleira sem og koma að fræðslu- og kynningarstarfi. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra viöskiptaþróunar.
Arctic Fish og dótturfélög þess eru með laxeldisstarfsemi í Patreksfirði, Tálknafirði, Dýrafirði, Önundarfirði og á Ísafirði. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2011 og hefur vaxið jafnt og þétt en í dag starfa rúmlega 40 manns við uppbyggingu, seiðaeldi, sjóeldi og stjórnun. Ný seiðaeldisstöð félagsins er útbúin fullkomnustu tækni sem völ er á og verið er að byggja upp sjóeldisstarfsemi félagsins sem og aðra þætti starfseminnar. Arctic Fish starfar eftir hinum virta alþjóðlega umhverfisstabli ASC.

Starfssvið:
• Umsóknir og eftirfylgni vegna leyfismála
• Samskipti við hagsmunaaðila og opinbera aðila
• Stefnumótun og framtíðarsýn
• Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu á sviði fiskeldis
• Kynningar- og fjölmiðlatengsl fyrir starfsemi félagsins
• Önnur verkefni í samráði við stjórnendur Arctic Fish

Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði lögfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af samskiptum við opinbera aðila
• Leiðtoga- og stjórnunarhæfni
• Stefnumiðuð hugsun og drifkraftur
• Mjög góð samskiptahæfni
• Mjög gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku
• Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á fjölmiðlun
• Reynsla úr fiskeldi kostur
• Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að kynna sér fagið, öra framþróun þess og miðla af þeirri þekkingu í sínu starfi

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið í gegnum FAST ráðningar – hægt er að fara inn í ferlið í gegnum eftirfarandi hlekk : https://fastradningar.rada.is/is/mysite/login?v=verkefnastjori-vidskiptathrounar-arctic-fish

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...