Arctic Sea Farm og Arnarlax fá ASC vottun

janúar 8, 2019

Laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa fengið ASC umhverfisvottun á framleiðslu sína. ASC (Aquaculture Stewardship Counsel er ein strangasta umhverfisvottun þegar kemur að fiskeldi og þekkt um allan heim. Allur lax sem framleiddur verður á Vestfjörðum árið 2019 verður vottaður en bæði Arnarlax og Arctic Sea Farm eru staðsett á Vestfjörðum.

„Við erum mjög ánægð með að vera komin með ASC umhverfisvottun. Þetta er undirstrikar markmið okkar um að stunda fiskeldi á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag“ Segir Kristian Mattiasson framkvæmdarstjóri Arnarlax.
ASC vottunarstaðallinn hefur verið þróaður meðal annars af World Wildlife Fund (WWF) og fiskeldisfyrirrækjum en til að fá vottun þurfa fyrirtækin meðal annars að lágmarka umhverfisáhrif, starfa í sátt við samfélag og umhverfi. ASC vottun er hliðstæð MSC staðlinum sem er þekktasti umhverfisstaðallinn fyrir sjávarafurðir nema þessi staðall er aðlagaður eldisafurðum. ASC samtökin sem að baki staðlinum starfa eru ekki rekin í hagnaðarskini (non-profit) og óháð samtök.
„ASC vottunin hefur mikla þýðingu fyrir okkur þar sem okkar viðskiptavinir horfa töluvert til umhverfisáhrifa og gera kröfur í þeim efnum. Við teljum að þessi áhersla á umhverfismál skili okkur ákveðnu samkeppnisforskoti til lengri tíma“ segir Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm.

Fyrirtæki sem standast ASC vottun skuldbinda sig að lágmarka áhrif á umhverfið á ýmsa vegu. Taka þarf tillit til villta laxfiskastofna, fugla, sjávarspendýra og annara lífvera sem búa í námunda við eldissvæðin svo eitthvað sé nefnt.
Það var Svissneska vottunarfyrirtækið Bio Inspecta sem sá um ASC úttekt Arnarlax. „Það er ánægjulegt að búið sé að taka út eldissvæði Arnarlax við Haganes og Steinanes og að fiskur af þessum eldissvæðum sé vottaður. Núna getur Arnarlax boðið viðskiptavinum upp á lax sem er alin á sjálfbæran og skynsamlegan hátt“ segir Roger Benz, gæðastjóri Bio Inspecta

Hvað felst í ASC vottuðu fiskeldi? ASC vottun er ein strangasta umhverfisvottunin þegar kemur að fiskeldi í heiminum. Að staðlinum komu margir hagsmunaaðilar. Fiskeldisfyrirtæki, söluaðilar, matvælaframleiðendur, vísindamenn, opinberar stofnanir en staðalinn byggir á hugmyndafræði frá World Wildlife Fund. http://wwf.panda.org/our_work/markets/mti_solutions/certification/seafood/aquaculture/
Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif vegna fiskeldis og að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og íbúa. Til að fá ASC vottun þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar körfur er lúta að umhverfi, vinnulöggjöf og samfélagi.
Líffræðilegur fjölbreytileiki ASC-vottuð eldisfyrirtæki skuldbinda sig til að draga úr áhrifum á staðbundin vistkerfi á ýmsa vegu, svo sem með þróun og framkvæmd áhættumats til að vernda fugla, sjávarspendýr og viðkvæm búsvæði. Áhersla er lögð á að vernda vistfræði hafsins og að lágmarka líkur á að fiskur sleppi. Halda þarf nákvæma skráningu yfir atvik er varðar dýralíf og þær upplýsingar þarf að birta opinberlega.
Fóður Fyrirtækin þurfa að uppfylla strangar kröfur þegar kemur að fóðri. Lágmarka skal notkun á fiski úr villtum stofnum og þeir komi úr sjálfbærum stofnum ásamt fullum rekjanleika hráefnis.
Mengun Eldisfyrirtæki með ASC-vottun stunda viðamikla umhverfisvöktun sem felst í að mæla næringarefni, súrefni og ástand sjávarbotns undir eldiskvíum. Eldissvæði þurfa að vera hentug frá náttúrunnar hendi og fylgja þarf viðmiðum um fjölbreytileika dýrategunda.
Sjúkdómar ASC-vottuð eldisfyrirtæki þurfa að lágmarka líkur að að sjúkdómar komi upp og berist frá eldissvæðum. Gerð er krafa um samvinnu við önnur eldisfyrirtæki á svæðinu og dýralækna. Fylgjast þarf vel með sníkjudýrum og lágmarka líkur á að þau eða meðhöndlun gegn þeim valdi fiski eða öðru lífríki skaða.
Samfélagið Gerðar eru miklar kröfur um samfélagsábyrgð sem meðal annars eru byggðar á meginreglum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) Horft er til vinnuumhverfis, öryggi starfsmanna og sanngjörn laun svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á samvinnu, samstarfs og samtal við íbúa, önnur fyrirtæki og samfélagið í heild sinni.

Frekari upplýsingar um ASC Aquaculture Stewardship Certification (ASC) – https://www.asc-aqua.org/
World Wide Fund for Nature, WWF and ASC: https://www.worldwildlife.org/press-releases/wwf-tohelp-fund-creation-of-aquaculture-stewardship-council

Nánari upplýsingar veita :
Kristian Matthiasson, Framkvæmdastjóri Arnarlax, sími: 8523110 póstfang: kristian@arnalax.is
Stein Ove Tveiten, Framkvæmdastjóri Arctic Fish, sími 8439900 póstfang: sot@afish.is

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...