Besta hálfsársuppgjör í sögu Arctic Fish

ágúst 21, 2024

Arctic Fish kynnti hálfsársuppgjör sitt í morgun sem og niðurstöðu annars ársfjórðungs (Q2, apríl-júní) þessa árs. Fyrri árshelmingur þessa árs var sá besti í sögu Arctic Fish. Rekstrarhagnaður (Operational EBIT)  nam 12 milljónum Evra og rekstrarhagnaður á hvert kíló slátraðs lax var 3,17 Evrur. Hafa þessir lykilmælikvarðar aldrei verið hærri.
Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var slátrað 1.275 tonnum samanborið við 100 tonnum á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður annars árshluta (Q2) nam 1,82 Evrum pr. kg en á sama tíma í fyrra var sú stærð neikvæð.
Líffræðilegir mælikvarðar fyrirtækisins eru einnig mjög viðunandi. Vöxtur er stöðugur, meðal slátur‏‏þyngd er hærri en áður og hlutfall afurða sem fara í hæsta gæðaflokk (e. superior) er með besta móti. 
Upptaka af kynningu uppgjörsins er aðgengileg í gegnum https://www.arcticfish.is/webinar/

Related Posts

Atvik í landeldisstöð

Atvik í landeldisstöð

Fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn átti sér stað bilun í búnaði í seiðaeldisstöð okkar í Norður-Botni í Tálknafirði sem olli því að vatn...