Mikill gangur í laxeldinu hjá Arctic Fish

október 7, 2021

Laxeldi hjá Arctic Sea Farm sem er dótturfélag Arctic Fish á Vestfjörðum hefur gengið vel á þessu ári. Nú stefnir í að framleitt magn verði um 12.000 tonn af laxi á árinu sem er um 60% meira en á síðasta ári.

Arctic Fish er með fisk í sjó í þremur fjörðum. Í í Patreks- og Tálknafirði þar sem að félagið er með 7.800 tonna leyfi og í Dýrafirði þar sem að félagið er með 10.000 tonna leyfi. Arctic Fish hefur notast við sláturhús Arnarlax á Bíldudal en félögin eru  í sameiningu að skoða byggingu nýs sláturhús á Vestfjörðum sem myndi anna allri framleiðslu beggja félaganna.

Eldið hefur gengið mjög vel síðast liðna mánuði. Sjávarhiti hefur verið hagstæður og lifun hefur verið með besta móti. Leyfi félagsins verða því fullnýtt í Dýrafirði innan skamms. Til að létta á þeirri stöðu áður en farið er inn í veturinn og vegna þess að sláturhúsið á Bíldudal annar ekki öllu því magni sem þarf að slátra nú á haustmánuðum mun slátur skipið Norwegian Gannet koma til landsins og slátra um 500 tonnum af afurðum frá Hvannadal í Tálknafirði. Ekkert lát verður á vinnslu í sláturhúsinu á Bíldudal sem er á fullum afköstum. Þar er slátrað þessi misserin um 100 tonnum á dag sex daga vikunnar eða um 25.000 tonnum af slægðum laxi á yfirstandandi ári.

Related Posts

Atvik í landeldisstöð

Atvik í landeldisstöð

Fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn átti sér stað bilun í búnaði í seiðaeldisstöð okkar í Norður-Botni í Tálknafirði sem olli því að vatn...