Skráningarferli hafið hjá Arctic Fish

nóvember 3, 2020

Arctic Fish ehf hefur fengið norska bankann DNB, Pareto Securities og Arion Banka til að veita félaginu ráðgjöf við að kanna möguleikana á skráningu félagsins á Merkur markaðinn í Noregi.  Það er gert ráð fyrir að skráningin verði á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Norway Royal Salmon (NRS), sem á 50% hlut í Arctic Fish, hefur ekki í hyggju að selja nein hlutabréf í tengslum við mögulega skráningu.  Ein af sviðsmyndunum í ferlinu sem er framundan er mögulega sú að Norway Royal Salmon muni eignast yfir 50% í Arctic Fish.

Arctic Fish er laxeldisfyrirtæki sem er með 5 eldisstaðsetningar í þremur fjörðum á Vestfjörðum.  Arctic Fish er með eldisleyfi fyrir 11.800 tonna hámarks lífmassa og er með umsóknir fyrir 20.100 tonna hámarks lífmassa til viðbótar.  Arctic Fish áætlar að selja um  7.700 tonn af slægðum laxi á þessu ári, 11.700 tonn á næsta ári og áætlanir gera ráð fyrir árlegri aukningu upp í sölu á um 24.000 tonnum af slægðum laxi árið 2025.

Nánari upplýsingar veitir:  Stein Ove Tveiten +354 843 9900

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...

Rannsókn lögreglunnar hætt

Rannsókn lögreglunnar hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt okkur að rannsókn á stroki úr kví okkar í Patreksfirði hafi verið hætt. Ekki sé grundvöllur til að...