Search
5 MIN READ
nóvember 10, 2025

Tilkynning um aflúsun á eldissvæðinu Eyrarhlíð 2

Í viku 45 þar til meðhöndlun lýkur mun Arctic Fish í samráði við Matvælastofnun meðhöndla með efninu Salmosan vet (Azamethiphos)  á eldisvæðinu Eyrarhlíð 2.

Lyfjameðhöndlun verður með efninu Salmosan® (Azamethiphos). Efnið er vel þekkt og er góð reynsla á því í fiskeldi erlendis. Lyfjastofnun Íslands gerir kröfu á 10 daggráður (dagur x °C) í biðtíma fyrir slátrun. Salmosan er baðlausn og því eru áhrif efnisins á eldisdýr hverfandi og ekki eru þekkt neikvæð heilbrigðis áhrif af efninu á lokavöru.

Kvíastæðin verða merkt með gulu flaggi meðan á meðhöndlunartíma stendur

Fiskisjúkdómanefnd hefur heimilað umbeðna lyfjameðhöndlun.

Allar umsóknir um notkun lyfja gegn Laxa-og fiskilús má finna undir fundargerðir Fisksjúkdómanefndar á heimasíðu Matvælastofnunar (https://www.mast.is/is/um-mast/nefndir-og-rad/fisksjukdomanefnd).

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ólafsson gæðastjóri Arctic Fish

gudmundur@afish.is