Hagnaður Arctic Fish 2,3 milljarðar 2021

February 23, 2022

Norðurbot

Arctic Fish ehf. á kynnti uppgjör fyrir árið 2021 og fjórða ársfjórðung þess árs í dag. Hagnaður fyrirtækisins árið 2021 var 2,3 milljarðar króna og framlegð í fjórðunginum fyrir greiðslu vaxta og skatta nam 150 krónum á hvert selt kíló (Operational EBIT pr. kg). Afkoma fyrir greiðslu vaxta og skatta (Operational EBIT) í ársfjórðungnum nam 407 milljónum króna sem er 592 milljónum krónum meira en á sama tímabili síðasta árs.

Arctic Fish uppskar áframhaldandi velgengni á fjórða ársfjórðungi 2021. Fyrirtækið slátraði og seldi 2.900 tonn af slægðum laxi í fjórðunginum og 11.500 tonnum á árinu öllu. Það er 54% meira en á árinu áður og það mesta sem félagið hefur slátrað á heilu ári.

Hátt verð á laxi var einn helsti drifkraftur jákvæðrar afkomu í fjórðungnum. Meðalsöluverð á kíló var 838 krónur, samanborið við 565 krónur á fjórða ársfjórðungi 2020. Félagið selur fiskinn við verksmiðjudyr á Bíldudal og útvistar sölustarfsemi félagins. Með aukinni framleiðslu hefur einnig tekist að lækka framleiðslukostnað og hefur það jákvæð áhrif á rekstur félagsins. Rekstrartekjur ársins 2021 voru 8,8 milljarðar króna og í fjórða ársfjórðungi 2,5 milljarðar króna.

Fyrirtækið horfir fram á að fyrsti ársfjórðungur 2022 verði erfiður vegna þeirra framleiðsluvandamála sem hafa verið í Dýrafirði. Það hafa tapast um 3 þúsund tonn af laxi sem áætlað er að muni hafa neikvæð áhrif á uppgjör sem nemur um 1,5 milljarði króna.

Nánar upplýsingar veitir fjármálastjóri félagsins, Neil Shiran Þórisson s. 831 5300

Related Posts

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Birting eftirlitsskýrslu MAST

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum...